Landamæeri Austurs og Vesturs
Landamæri Austurs og Vesturs eru sífellt á reiki
ýmist austur eða vestur á bóginn
og við vitum varla hvar þau liggja rétt í þessu,
í Gaugamela, um Úralfjöll eða um sjálf
okkur þver,
þannig að annað eyrað, annað augað, önnur
nösin, önnur höndin og annar fóturinn,
annað lungað og annað eistað (hja konunum annar eggjastokkurinn)
er öðrum megin og hitt hinum megin. Hjartað eitt,
hjartað eitt er alltaf öðrum megin,
vestan megin þegar við horfum í norður,
austan megin þegar við snúum okkur í suður,
og munnurinn veit ekki hvorn máalstaðinn
hann á að verja. |